Fara beint í efnið
Fjársýslan (Innkaup)

Er ég aðili að samningum Fjársýslunnar?

Hverjir kaupa inn samkvæmt samningum Fjársýslunnar?

Hér á landi verða stofnanir sem eru fjármagnaðar af skatttekjum að stærstum hluta að kaupa inn eftir samningum Fjársýslunnar. Dæmi eru framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumannsembætti og lögreglustjóraembætti.

Sjá:

Stofnanir sem eru fjármagnaðar að mestu leyti með skattfé eru kallaðar A-hluta stofnanir. Þær hafa ekki frjálst val um að ákveða hvort keypt sé innan rammasamnings eða ekki. Undir A-hluta flokkast um 160 stofnanir ríkisins.

Lesa um A-hluta stofnanir á vef stjórnarráðsins.

Með því að hala niður þessu excel skjali (.csv) getur opinber aðili komist að því hvort að hann sé aðili að rammasamningum og gagnvirku innkaupakerfi Fjársýslunnar.

Ef opinber aðili er að kaupa inn í fyrsta skipti innan samninga er mælt með að skoða Að kaupa inn í fyrsta sinn.

Fjársýslan (Innkaup)

Hafðu samband

Sími: 545-7500

Netfang: postur@fjarsyslan.is

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6, (Fjársýslan), 1. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 540269-7509