Fara beint í efnið

Rammasamningar

Rammasamningsútboð eru auglýst á útboðsvef Fjársýslunnar. Seljendur verða að fylgjast með vefnum og taka þátt þegar útboð eru í gangi með því að senda inn tilboð.

Leit í rammasamningum

Rammasamningar

Eru samningar um kaup á vöru og þjónustu sem eru gerðir til langs tíma. Með gerð samningsins skuldbinda kaupendur sig til að kaupa einungis vöru eða þjónustu af þeim seljendum sem samningurinn er gerður við.

Með því að semja til lengri tíma er hægt að festa verð, afslætti og aðra skilmála fyrir ákveðinn vöruflokk. Þannig er hægt að spara kostnað og tíma hjá hinu opinbera.

Hverjir kaupa inn samkvæmt rammasamningi?

Hér á landi verða stofnanir sem eru fjármagnaðar af skatttekjum að stærstum hluta að kaupa inn eftir samningum Fjársýslunnar. Dæmi eru framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumannsembætti og lögreglustjóraembætti.

Sjá nánar Er ég aðili að samningum Fjársýslunnar?

Tvær tegundir rammasamninga

Gerð rammasamnings

Rammasamning er komið á eftir að opinber aðili framkvæmir útboð í samræmi við innkaupaferli Fjársýslunnar og kallast það Rammasamnings útboð.

Innkaupin geta verið framkvæmd fyrir einn eða marga opinbera kaupendur.

Skiptist almenna innkaupaferli Fjársýslunnar upp í 4 liði.  

  1. Innkaupagreining - Kaupandinn gerir innkaupagreiningu og áætlanir.

  2. Undirbúningur - Kaupandi og Fjársýslan vinna útboðsgögn í sameiningu.

  3. Útboð - Rammasamnings útboð - Tíminn frá því útboð er auglýst og þangað til tilboð seljenda eru metin.

  4. Rammasamningi komið á - Seljendir samþykktir inn í rammasamning og honum komið á fót.

Við undirbúning og vinnslu útboðsgagna þarf að hafa nokkra þætti í huga sem snúa að rammasamningnum sjálfum.

Gildistími

Gildistími rammasamnings má ekki vera lengri en fjögur ár, nema í undantekningartilvikum.

Aðilar rammsamninga

Aðilar sem koma að rammasamningum eru annars vegar kaupendur og hins vegar seljendur.

Kaupendur eru skilgreindir í upphafi hvers rammasamnings. Þetta tryggir skýrleika um hverjir geta notað samninginn. Kaupendur geta verið tilgreindir með upptalningu eða vísun í flokk opinberra aðila. Þetta auðveldar aðgreiningu á því hvort aðilar falli innan eða utan rammasamningsins. Kaupendur geta einnig verið tilgreindir í skilmálum samningsins eða vísað á annan tilgreindan stað, t.d. vefsíðu.

Kaupendur:

  • velja inn birgja sem uppfylla hæfniskröfur laga um opinber innkaup,

  • stuðlað að betri kjörum fyrir opinbera aðila en almennt fást á markaðnum með því að ná fram stærðarhagkvæmni við innkaup,

  • hagkvæmara verði og/eða meiri gæðum en stæðu til boða í sjálfstæðum útboðum.

Senda verkbeiðni til Innkaupasviðs Fjársýslunnar

Seljendur:

Fjársýslan (Innkaup)

Hafðu samband

Sími: 545-7500

Netfang: postur@fjarsyslan.is

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6, (Fjársýslan), 1. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 540269-7509