Fara beint í efnið

Veltuskil

Á þessari síðu

Veltuskil

Í útboðsgögnum hvers rammasamnings er gerð grein fyrir skilum á veltutölum. Aðeins skal skila inn veltu af umsaminni vöru eða þjónustu og skiptir ekki máli hvort um bein kaup sé að ræða eða eftir örútboð. Gefin er upp í veltutölum ein heildartala án vsk. á kennitölu.

Fjórum sinnum á ári (í síðasta lagi 15. apríl f. 1. ársfjórðung, 15. júlí f. 2. ársfjórðung, 15. október f. 3. ársfjórðung og 15. janúar f. 4. ársfjórðung) skal seljandi taka saman veltutölur til opinberra aðila og senda Ríkiskaupum í gegnum veltuskilagátt. Oft er einnig beðið um nánari upplýsingar um kaup opinberra aðila í gegnum rammasamninga og þá ber seljendum að senda skýrslu, flokkaða niður á vörunúmer, til Ríkiskaupa.

Mikilvægt er að seljendur í rammasamningum séu meðvitaðir um hvort einhverjir aðilar að kerfinu hafi sagt sig frá einstaka rammasamningum.

Leiðbeiningar um umboð og innskráningu í veltuskilagátt má finna hér.

Skila inn veltutölum

  1. Innskráning

    1. Eftir að birgi skráir sig inn í veltuskilagátt Ríkiskaupa velur hann valmöguleikan "Skilagreinar" efst í vinstra horni Veltuskilagáttar.

  2. Sækja kennitölur ríkisstofnanna sem skrá

    1. Hér má finna skrá sem inniheldur allar kennitölur ríkisstofnanna sem þarf að skila veltu fyrir.

  3. Í Veltuskilagáttinni þarf næst að:

    1. Velja rammasamning

      1. Í reitnum "Rammasamningur" skaltu velja viðeigandi rammasamning úr fellilistanum. Þetta mun ákvarða hvaða tímabil eru í boði.

    2. Velja tímabil

      1. Í reitnum "Tímabil" skaltu velja tímabil. Tímabilin eru háð völdum rammasamningi.

  4. Hægt er að skila inn upplýsingum á tvenna vegu.

    1. Bein skil með innslætti í Veltuskilagátt

      1. Notaðu "Bæta við línu" hnappinn til að bæta við nýjum línum í skilagreinina. Fyrir hverja línu skaltu velja viðskiptavin, slá inn vörunúmer, fjölda og verð án virðisaukaskatts.

    2. Fylla út .CSV skráog hlaða skrá inn í Veltuskilagátt

      1. Sækja .CSV sniðmát til útfyllingar.

      2. Fylla út .CSV skrá með gögnum fyrir skilagrein.

      3. Smella á "Lesa inn skrá" hnappinn.

      4. Velja CSV skrá eða dragið skjal í reitinn.

      5. Smellið á "Lesa inn skrá" til að hlaða inn gögnum úr CSV skránni.

      6. Þegar allar upplýsingar hafa verið settar inn í skránna þarf að fara hlaða henni inn með því að smella á "Lesa inn skrá" í Veltuskilagáttinni.

  5. Vista og staðfesta

    1. Þegar búið er að fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar skaltu smella á "Vista Skilagrein" til að vista breytingarnar. Til að staðfesta skilagreinina og senda hana inn skaltu smella á "Staðfesta Skilagrein".

Sækja veltuskilagögn úr veltuskilagátt

  1. Innskráning

    1. Eftir að birgi skráir sig inn í veltuskilagátt Ríkiskaupa velur hann valmöguleikan "Yfirlit" efst í vinstra horni Veltuskilagáttar.

  2. Sækja skrá sem .csv

    1. Næst smellir birgi á hnappinn "Sækja gögn" til að hefja niðurhal.

    2. Í .csv skránni má finna öll gögn og dálka, ár, ársfjórðungur, samningur, kennitala, nafn, vörunúmer, fjöldi, verð og samtals.