Fara beint í efnið

Að verða aðili að gagnvirku innkaupaferli sem seljandi

Gagnvirka innkaupakerfið veitir öllum hæfum seljendum sem uppfylla skilyrði samnings rétt til þátttöku.

Á útboðsvef Ríkiskaupa er hægt að fylgjast með þegar nýr samningur er gerður eða samningur er endurnýjaður. Gagnvirk innkaupaferli eru merkt með DPS fremst í heiti útboðsins. DPS stendur fyrir Dynamic Purchasing System.

Þátttaka í nýjum samningi

Senda þarf inn þátttökubeiðni á útboðsvef Ríkiskaupa.

Þátttaka í samningi sem er í gildi

Það er líka hægt að sækja um að verða aðili samnings sem er þegar í gildi. Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður á útboðsvefnum er hægt að velja þann samning sem seljandi vill vera þáttakandi að. Send er inn þátttökubeiðni þar sem öllum hæfis- og tæknikröfum er svarað ásamt því að senda inn viðeigandi gögn.

Kaupandi hefur almennt 10 virka daga, í undantekningartilvikum 15, til að taka afstöðu til umsóknarinnar. Þegar seljandi hefur verið samþykktur geta kaupendur keypt af honum vöru, framkvæmd eða þjónustu sem seljandi býður uppá.

Kaupendur geta krafist þess að seljendur endurnýi eða uppfæri hæfi sitt á meðan ákveðið kaupferli er virkt.

Þjónustuaðili

Ríkis­kaup

Ríkiskaup

Hafðu samband

Sími: 530 1400

Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is

Afgreiðslu­tími

Alla virka daga frá klukkan 9 til 15.

Heim­il­is­fang

Borgartúni 26, 7. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 660169-4749