Fara beint í efnið

Að verða aðili að rammasamningunum sem seljandi

Seljendur fara eftir almennu tilboðsferli Ríkiskaupa og taka þátt í útboði til að verða aðilar að rammasamning.

Þegar seljandi hefur verið valinn inn í rammasamning eftir rammasamningsútboði eiga þeir að:

  • skrá inn samningskjör rammasamnings inn í sitt viðskiptakerfi á þær kennitölur stofnanna sem eru hluti að samning.

  • ef ríkisstofnun hefur samband við seljanda þá ber honum að upplýsa kaupanda um þau rammasamningskjör sem honum stendur til boða.

Seljendur geta einnig auglýst sína þjónustu með því að hafa samband við opinbera kaupendur og þannig vakið athygli á þeim kjörum sem þeim stendur til boða hjá seljenda.

Rammasamningsútboð eru auglýst á útboðsvef Ríkiskaupa. Seljendur verða að fylgjast með vefnum og taka þátt þegar útboð eru í gangi með því að senda inn tilboð.

Skoða rammasamningsútboð sem eru í gangi

Veltuskil

Fjórum sinnum á ári skal seljandi taka saman veltutölur til opinberra aðila og senda Ríkiskaupum í gegnum veltuskilagátt. Oft er einnig beðið um nánari upplýsingar um kaup opinberra aðila í gegnum rammasamninga og þá ber seljendum að senda skýrslu, flokkaða niður á vörunúmer, til Ríkiskaupa.

Mikilvægt er að seljendur í rammasamningum séu meðvitaðir um hvort einhverjir aðilar að kerfinu hafi sagt sig frá einstaka rammasamningum.

Þjónustuaðili

Ríkis­kaup

Ríkiskaup

Hafðu samband

Sími: 530 1400

Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is

Afgreiðslu­tími

Alla virka daga frá klukkan 9 til 15.

Heim­il­is­fang

Borgartúni 26, 7. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 660169-4749