Fara beint í efnið

Að verða aðili að rammasamningunum sem seljandi

Seljendur fara eftir almennu tilboðsferli Ríkiskaupa og taka þátt í útboði til að verða aðilar að rammasamning.

Þegar seljandi hefur verið valinn inn í rammasamning eftir rammasamningsútboði eiga þeir að:

  • skrá inn samningskjör rammasamnings inn í sitt viðskiptakerfi á þær kennitölur stofnanna sem eru hluti að samning.

  • ef ríkisstofnun hefur samband við seljanda þá ber honum að upplýsa kaupanda um þau rammasamningskjör sem honum stendur til boða.

Seljendur geta einnig auglýst sína þjónustu með því að hafa samband við opinbera kaupendur og þannig vakið athygli á þeim kjörum sem þeim stendur til boða hjá seljenda.

Rammasamningsútboð eru auglýst á útboðsvef Ríkiskaupa. Seljendur verða að fylgjast með vefnum og taka þátt þegar útboð eru í gangi með því að senda inn tilboð.

Skoða rammasamningsútboð sem eru í gangi

Veltuskil

Í útboðsgögnum hvers rammasamnings er gerð grein fyrir skilum á veltutölum. Aðeins skal skila inn veltu af umsaminni vöru eða þjónustu og skiptir ekki máli hvort um bein kaup sé að ræða eða eftir örútboð. Gefin er upp í veltutölum ein heildartala án vsk. á kennitölu.

Sjá nánar um veltuskil hér

Þjónustuaðili

Ríkis­kaup

Ríkiskaup

Hafðu samband

Sími: 530 1400

Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is

Afgreiðslu­tími

Alla virka daga frá klukkan 9 til 15.

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6, (Fjársýslan), 1. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 660169-4749