Fara beint í efnið

Að kaupa inn með gagnvirku innkaupakerfi

Innkaup fara fram með lokuðu útboði. Kaupandi verður að auglýsa innkaup meðal seljenda innan kerfisins og veita ítarlegar upplýsingar um innkaupin, þar með talið eðli, magn og tæknilegar upplýsingar.

Tilboð fyrir einstök innkaup

Kaupandi skal gefa seljendum innan kerfisins kost á að leggja fram tilboð fyrir hver einstök innkaup. Seljendum skal gefinn að minnsta kosti tíu almanaksdaga frestur til að leggja fram tilboð sitt.

Val á tilboðum

Val á tilboðum skal grundvallast á þeim forsendum sem tilgreindar eru í útboðsauglýsingu.

Ferlið við innkaup

  1. Verkbeiðni er send til innkaupasérfræðinga Fjársýslunnar.

  2. Farið er eftir almennu innkaupaferli Fjársýslunnar. Innkaupaferlið skiptist í greiningu, undirbúning útboðsgagna, útboð og samningsstjórnun. Í þessu tilfelli er búið að ákveða innkaupaferlið sem er lokað útboð, án forvals.

  3. Samningar eru gerðir við þá seljendur sem bjóða hagkvæmast miðað við valforsendur hverju sinni. Þá tekur við samningsstjórnun.

Senda verkbeiðni til Innkaupasviðs Fjársýslunnar

Seljendur:

Frestir

Útboð í gagnvirku innkaupakerfi

  • 15 dagar ef verið er að kaupa inn yfir innlendum viðmiðunarfjárhæðum. Rafrænt tilboð: 10 dagar.

  • 30 dagar ef verið er að kaupa inn yfir viðmiðunarfjárhæðum innan EES.

Til að hleypa nýjum seljendum inn á gildistíma:

  • 10 dagar en 15 dagar í rökstuddum tilvikum.

Til að leggja fram tilboð í lokuðum útboðum innan gagnvirks innkaupakerfis:

  • Að minnsta kosti 10 dagar.

Fjársýslan (Innkaup)

Hafðu samband

Sími: 545-7500

Netfang: postur@fjarsyslan.is

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6, (Fjársýslan), 1. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 540269-7509