Kaup á nýsköpun fyrir opinbera aðila
Nýsköpun felur í sér breytingar á aðferðum, ferlum, rekstri og öðru skipulagi sem leiðir til skilvirkari og hagkvæmari þjónustu. Þegar kaupandi þarf nýja lausn eða endurbæta það sem er þegar til staðar gæti nýsköpun verið það besta í stöðunni. Dæmi um nýsköpun:
Þróun vöru, nýrrar eða verulega bættrar.
Þróun þjónustu eða ferlis, til dæmis við framleiðsluferli eða byggingarferli.
Þróun aðferða, í til dæmis markaðssetningu og viðskiptum.
Þróun breytinga á þjónustu og upplýsingagjöf, til dæmis í þeim tilgangi að hjálpa til við að takast á við samfélagsleg verkefni.
Kaupin
Kaupandi þarf að gera greiningu. Í henni felst gerð innkaupagreiningar og áætlanagerðar. Greiningarvinnan getur leitt í ljós að lausnin sé nú þegar til eða að það þurfi að þróa nýja lausn. Það getur líka komið í ljós að kaupin séu útboðsskyld.
Sérfræðingar Fjársýslunnar veita kaupendum ráðgjöf varðandi öll fyrirhuguð innkaup á nýsköpun.
Kaupandi veit hvernig lausn hann þarf
Kaupandi sendir inn verkbeiðni á Fjársýslunna með þarfalýsingu.
Innkaup undirbúin og framkvæmd í samstarfi við Fjársýslunna samkvæmt innkaupaferli.
Kaupandi óviss hvernig lausn hann þarf
Kaupandi sendir inn beiðni á áskoranavef hins opinbera með stuttri þarfalýsingu.
Fjársýslan fullvinnur beiðnina með kaupanda og birtir sem áskorun á skapa.is.
Kaupandi þroskar þarfalýsingu í samtali við nýskapandi aðila um lausnir, þróun og útfærslur.
Kaupandi fullmótar þarfa- og tæknilýsingu og gerir drög að kostnaðaráætlun.
Innkaup undirbúin og framkvæmd í samráði við Fjársýsluna.
Eru kaupin útboðsskyld?
Ef kostnaðurinn er yfir viðmiðunarfjárhæðum eru kaupin útboðsskyld. Þá er hægt að fara í gegnum almennt innkaupaferli Fjársýslunnar með ákveðnum frávikum:
Skilyrði
Ákveðnir þættir þurfa að vera til staðar hjá opinberum aðilum svo að kaup á nýsköpun verði markviss og skili þeim árangri sem til er ætlast.
Skilningur og samþykki á meginreglum opinberra innkaupa um gagnsæi, sanngirni, hagkvæmni og jafnræði.
Stuðningur æðstu stjórnenda.
Skýr stefna um fyrirkomulag og nýtingu stjórnunar, lagalegra þátta, innkaupa, upplýsingatækni og fleira.
Möguleiki á að leita ráðgjafar til að móta þörfina, lausnina og sinna viðskiptaþróun ásamt mögulegri fjármögnun.
Kostir þess að kaupa nýsköpun
Það er ekki gerð krafa um fjárhagslega ávöxtun af kaupum á nýsköpun hjá opinberum aðilum eins og þekkist á einkamarkaði. Þess í stað eru jákvæð áhrif innkaupanna á rekstur og þjónustu mælikvarðinn á árangurinn.
Betri opinber þjónusta
Hið opinbera á auðveldara með að nýta sér tækniframfarir tímanlega með kaupum á nýsköpun. Þannig geta stofnanir og aðrir opinberir aðilar mætt vaxandi kröfum um nútímalegri þjónustu á skilvirkari hátt en með hefðbundnum leiðum.
Hagkvæmari kostur
Þó nýjum lausnum fylgi kostnaður við innleiðingu er mikilvægt að meta ávinning sem lausnir bera með sér, á borð við skilvirkari starfsemi og sjálfvirkni ferla.
Stöðug framþróun
Með jákvæðu viðhorfi gagnvart kaupum á nýsköpun getur hið opinbera komið í veg fyrir stöðnun og sett mikilvæg fordæmi á markaði.
Aukin samkeppni
Með því að beina opinberum innkaupum að nýskapandi lausnum opnar hið opinbera á aðkomu fleiri og fjölbreyttari fyrirtækja að opinberum innkaupaferlum.
Lesa meira:
Lög um opinber innkaup, sjá 46. grein.
Þjónustuaðili
Fjársýslan (Innkaup)