Ung- og smábarnavernd
Ungbarnavernd er opin virka daga frá 8 til 16. Símaþjónusta og tímapantanir eru virka daga frá 8 til 16 í síma 422 0500.
Markmið og áherslur
Markmið ungbarnaverndar er að fylgjast með vexti og þroska barnsins frá fæðingu til skólaaldurs. Foreldrum er veitt fræðsla og ráðgjöf um ýmis mál sem varða vöxt og þroska barna.
Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og að börnum séu búin sem best uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma. Hjúkrunarfræðingar og læknar sjá um reglubundið eftirlit og ónæmisaðgerðir.
Unnið er samkvæmt leiðbeiningum um ung- og smábarnavernd (throunarmidstod.is)
Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðnga í ung- og smábarnavernd á milli skipulagðra skoðana.
Minnt er á 2 1/2 árs og 4 ára skoðanir barna, hægt er að panta tíma í síma 422 0500.
Á heilsuveru er mikið af hjálplegu efni fyrir foreldra um þroska, heilsu og umönnun.