Rannsóknir
Rannóknadeild sinnir rannsóknum á sviði blóðmeinafræði, klínískrar lífefnafræði og sýklafræði.
Sýnataka
Blóðsýni eru tekin frá 8 til 11 alla virka daga og er tekið á móti öðrum sýnum á sama tíma.
Panta þarf tíma í blóðprufu í afgreiðslu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ í síma 422 0500 frá 8 til 16 virka daga.
Greitt er fyrir blóðtöku og önnur sýni í afgreiðslu áður en þjónustan er veitt.
Á rannsóknastofu HSS eru framkvæmdar grundvallarrannsóknir á sviði:
Blóðfræði: það er: blóðkornarannsóknir, vökvarannsóknir, storkurannsóknir, blóðgasmælingar.
Meinefnafræði: gerðar eru lífefnafræðilegar rannsóknir til greiningar á sjúkdómum, til mats á áhættu að fá sjúkdóma og til að fylgja eftir meðferð.
Sýklafræði: gerðar eru allar algengustu sýklaræktanir hjá HSS. Blóð-, saur-, klamydiu- og berklaræktanir eru sendar á sýkla- og veirufræðideild LSH til úrvinnslu.
Sýni (blóð, þvag) eru mæld og skoðuð samdægurs eða send til frekari úrvinnslu annars staðar, svör geta því borist strax eða allt að viku seinna.
Flest svör frá sýklarannsóknum koma eftir einn eða tvo daga. Ef senda þarf sýni til annarrar rannsóknastofu til úrvinnslu tekur lengri tíma að fá niðurstöðu.
Upplýsingar um rannsóknaniðurstöður veitir sá læknir, sem ávísaði rannsókninni, annað hvort í símatíma eða eftir nánara samkomulagi við sjúkling.
Opnunartími rannsóknarstofu er alla virka daga frá klukkan 8 til 15.
Rannsóknastofan er klínísk þjónustudeild og eru rannsóknir gerðar samkvæmt beiðnum lækna.