Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Farsæld barna

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Meginmarkmið laganna er að stuðla að farsæld barns, og að börn og foreldrar/forráðamenn sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi og aðstoð við að halda utan um þjónustuna. Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar/forráðamenn og börn rétt á þjónustu tengiliðar farsældar eftir því sem þörf krefur. Tengiliður er í nærumhverfi barnsins og er starfsmaður heilsugæslustöðvar eða ljósmæðravaktar á meðgöngu og frá fæðingu og þangað til barnið hefur nám í leik- eða grunnskóla.

Foreldrar/forráðamenn geta ávallt leitað sjálf til tengiliðar í nærumhverfi barnsins og óskað eftir samþættri þjónustu.

Tengiliðir farsældar barna á HSS eru Sandra Pálsdóttir og Ingibjörg Finndís Sigurðardóttir

Hægt er að ná í tengiliði í tölvupósti á netfanginu farsaeld@hss.is

Nánari upplýsingar um Farsæld barna er hægt að nálgast á Þróunarmiðstöð Íslenskrar heilsugæslu.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Hafa samband

Aðalnúmer: 422 0500

hss@hss.is

Opnun­ar­tími

Allir opnunartímar

Slysa- og bráðamóttaka er
opin allan sólarhringinn


Heim­ils­fang

Skólavegi 6
230 Reykjanesbæ

Kennitala: 511297-2819