Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Ljósmæðravakt

Sími ljósmæðravaktar er 422 0542

Ljósmæðravaktin er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Á dagtíma klukkan 08.00-16.00 er síminn opin fyrir almennar fyrirspurnir og tímabókanir.

Frá 16.00-08.00 er tekið við bráðasímtölum

Það er mjög mikilvægt að konur hringi alltaf á undan sér og bóki tíma í skoðun.

Mæðravernd:

Ljósmæður sinna mæðravernd alla virka daga frá 8-16.

Tekið er við bókunum í mæðravernd milli klukkan 08.00 og 16.00 í síma 4220542

Krabbameinsskimu

Ljósmæður sinna framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Konur geta bókað tíma eftir að þær hafa fengið boðsbréf. Konur bóka þá sjálfar inni á „Mínum síðum“ á https://www.heilsuvera.is/ eða bóka í afgreiðslu HSS í síma 4220500

Vandamál á meðgöngu

Ljósmæður sinna meðgöngutengdum vandamálum. Við alvarlegri vandamál er konum sinnt í samráði við starfsfólk kvennadeildar Landspítala.

Ef vandamálið er ekki meðgöngutengt er konum bent á að leita á læknavaktina.

Fæðing og sængurlega

Á fæðingarvakt HSS er sólarhringsþjónusta.

Ljósmæðravakt HSS er svokallaður D1 fæðingarstaður. Allar hraustar konur í meðgönguvikum 37-42 með einbura í höfuðstöðu og með eðlilega meðgöngu að baki án áhættuþátta sem geta haft áhrif á útkomu fæðingar fyrir móður og barn, geta fætt á ljósmæðravaktinni.

Sjá nánar: https://www.ljosmodir.is/faedingin/faedingarstadir

Eftir fæðingu býðst foreldrum sængurlega í allt að 36 klst.

Ákvörðun um útskrift er þó alltaf tekin með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni.

Eftir útskrift geta konur óskað eftir ljósmóður til að fylgja þeim eftir með heimaþjónustu næstu daga á eftir.

Sjá nánar: https://ljosmaedrafelag.vercel.app/heima%C3%BEjonusta

Nýburaskoðanir

Öllum börnum sem fæðast á ljósmæðravakt HSS býðst að koma í nýburaskoðun hjá barnalækni.

Einnig er börnum boðið að koma í heyrnarpróf.

Vandamál eftir fæðingu

Ljósmæður sinna vandamálum er tengist kvenlíffærum og/eða brjóstagjöf eftir fæðingu. Einnig sinna ljósmæður gulumeðferð nýbura. Við alvarlegri vandamál er konum sinnt í samráði við starfsfólk kvennadeildar Landspítala.

Upplifun fæðingar

Ljósmóðir í mæðravernd býður konum að koma og ræða upplifun fæðingar 4—8 vikum eftir fæðingu eftir þörfum.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Hafa samband

Aðalnúmer: 422 0500

hss@hss.is

Opnun­ar­tími

Allir opnunartímar

Slysa- og bráðamóttaka er
opin allan sólarhringinn


Heim­ils­fang

Skólavegi 6
230 Reykjanesbæ

Kennitala: 511297-2819