Heilsuvernd skólabarna
Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru 10 grunnskólar í umsjá hennar.
Lögð er áhersla á fræðslu og heilsueflingu barnanna ásamt reglubundnu eftirliti með líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Hjúkrunarfræðingar í skólaheilsugæslu styðjast við leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna
Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru:
Fræðsla og heilsuefling
Bólusetningar
Skimarnir
Viðtöl um heilsu og líðan
Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans
Ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans
Ónæmisaðgerðir eru framkvæmdar samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.
Hjúkrunarfræðingar eiga sæti í nemendaverndarráðum allra grunnskóla Suðurnesja og eru tengiliðir skóla, heimila og HSS. Þeir starfa í þverfaglegum teymum innan skóla um málefni barna með sérþarfir og þurfa sérstök úrræði.
Ef óhapp eða slys verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp
Ef nemandi þarf að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild fara foreldrar/forráðamenn með barninu