Lyfjaendurnýjun
Hægt er að endurnýja föst lyf rafrænt í gegnum heilsuvera.is
Einnig er hægt að hringja á HSS í síma 422 0500 til að fá lyfjaendurnýjun á föstum lyfjum.
Athugið eftirfarandi:
Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um FÖST lyf.
Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit að minnsta kosti árlega, til lyfjayfirferðar.
Mikilvægt er fyrir skjólstæðinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð með góðum fyrirvara eða a.m.k. viku áður en síðasti skammtur er búinn.
Vinsamlegast athugið að læknar gefa sér 3 virka daga frá því að lyfjaendurnýjun er móttekin og þar til hún er afgreidd.
Eftirritunarskyld lyf
Ekki eru endurnýjuð eftirritunarskyld lyf eins og sterk verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf í lyfjaendurnýjun. Nauðsynlegt er að fá tíma á stofu hjá lækni til að endurnýja slík lyf.