Námsferill
Athugið að gögn um námsferla einstaklinga eftir árið 2000 eru yfirleitt ekki komin til varðveislu í Þjóðskjalasafn.
Leikskólar og grunnskólar eru afhendingarskyldir á viðkomandi héraðsskjalasafn eða á Þjóðskjalasafn ef ekki er rekið héraðsskjalasafn í sveitarfélaginu. Skólar á öðrum stigum eru afhendingarskyldir á Þjóðskjalasafn og á það líka við um einkarekna skóla.
Til þess að finna gögn um námsferil þarf að liggja fyrir nafn skóla, nafn nemenda og fæðingardagur eða kennitala. Einnig útskriftarmánuður og ár, (til dæmis vorið 1985) og ef sýna þarf fram á ákveðin námskeið eða námseiningar þá þarf upplýsingar um námskeiðið eða námsbrautina og skólaár.
Þessi málaflokkur er háður aðgangstakmörkunum, sjá nánar hér um reglur um aðgang að gögnum.
Fyrirspurn um námsferil
Þjónustuaðili
Þjóðskjalasafn Íslands