Fara beint í efnið

Lögreglumál

Lögreglumál geta verið umfangsmikil og því er gott að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um málsatvik þegar verið er að óska eftir gögnum. Það þarf að koma fram í hvaða sveitarfélagi atburðurinn átti sér stað eða hvaða lögregluembætti fór með málið.

Dagsetning og tímasetning er mikilvæg því lögregluskýrslum er oft raðað í tímaröð, en annars mánuður og ártal og nafn þeirra sem eiga í hlut, hvað gerðist, málsatvik og/eða málsnúmer á lögregluskýrslu. Málsnúmer er oft hægt að fá uppgefin hjá viðeigandi lögregluembætti.

Gögn um lögreglumál eru háð aðgangstakmörkum, sjá nánar hér um reglur um aðgang að gögnum.

Fyrirspurn um lögreglumál