Fara beint í efnið

Dómsmál

Til þess að finna gögn um mál sem farið hafa fyrir dóm þurfa að liggja fyrir nokkuð nákvæmar upplýsingar um dómsstig, sveitarfélag, málsnúmer, ártal, málsaðila, tegund máls eða málsatvik, dómsdagur eða dagur dómsuppkvaðningar.

Yfirleitt eru ekki aðgangstakmarkanir á dómsúrskurðum þó að á því séu undantekningar. Fylgiskjöl geta verið háð aðgangstakmörkunum, en tekið er tillit til hvers og eins máls.

Þegar dómsmál hafa náð 80 ára aldri eru engar aðgangstakmarkanir á þeim. Hægt er að leita að málum í dóma- og þingbókum sýslumanns fram á 20. öld í sérstökum dómabókagrunni. Hafa þarf í huga að enn er verið að vinna í gagnagrunninum. Búið er að ljósmynda allar dóma- og þingbækur fram að byrjun 20. aldar.

Fyrirspurn um dómsmál