Faðernismál
Faðernismál - meðlagsúrskurðir
Gögn sem tengjast faðernismálum og meðlagsúrskurðum eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Þar sem fjallað er um viðkvæmar persónuupplýsingar í þessum málum er aðgangur almennings takmarkaður í 80 ár en einstaklingar sem hafa tengsl við málið geta óskað eftir aðgangi.
Í beiðni um aðgang að gögnum þurfa að koma fram upplýsingar um nöfn málsaðila, eins nákvæm tímasetning og hægt er og hvaða sýslumannsembætti eða lögreglustjóri fór með málið. Ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir getur verið nægilegt að tilgreina í hvaða sveitarfélagi málsaðilar áttu lögheimili þegar málið var tekið fyrir.
Fyrirspurn um faðernismál
Þjónustuaðili
Þjóðskjalasafn Íslands