Fara beint í efnið

Hjónaskilnaðir

Upplýsingar um lögskilnaðarleyfi sem gefin voru út fyrir 1. júlí 1993 eru enn hjá Dómsmálaráðuneyti. Lögskilnaðarleyfi voru gefin út af sýslumönnum eftir þann tíma og er hluti þeirra gagna kominn til varðveislu í Þjóðskjalasafni.

Leyfi til skilnaðar að borði og sæng og fylgiskjöl þeim tengd eru líklegri til að vera varðveitt í Þjóðskjalasafni en sýslumenn hafa haft umsjón með þeim málaflokki. Fylgiskjölin innihalda oftast gögn eins og sáttarvottorð og samninga um umgengi eða fjárskipti. Ef óskað er eftir lögskilnaðarleyfi sem er yngra en 30 ára getur verið ráð að hafa samband við viðeigandi sýslumannsembætti og fá upplýsingar um málsnúmer.

Þessi skjalaflokkur er háður aðgangstakmörkum, sjá nánar hér um reglur um aðgang að gögnum.

Fyrirspurn um hjónaskilnað