Fara beint í efnið

Skattframtöl

Þjóðskjalasafn varðveitir skattframtöl einstaklinga og lögaðila sem skattstofur víðs vegar um landið hafa afhent. Í þeim er að finna ýmsar upplýsingar um réttindi, til dæmis lífeyrisréttindi, húsbyggingarskýrslur, veðbréfakaup, sjódaga og fleira. Þessar heimildir eru háðar aðgangstakmörkum, sjá nánar hér um reglur um aðgang að gögnum.

Til þess að hægt sé að afgreiða skattframtöl þurfa ákveðnar grunnupplýsingar að liggja fyrir:

  • Nafn og fæðingardagur þess sem telur fram

  • Í hvaða sveitarfélagi viðkomandi átti lögheimili

  • Tekjuárið sem leitað er að

  • Nafn og fæðingardagur maka ef um samsköttun var að ræða

Skattframtöl sem skilað var á rafrænu formi eru afgreidd af Skattinum, en framtöl sem var skilað á pappír hafa að mestu verið afhent Þjóðskjalasafni til varðveislu. Helstu undantekningarnar eru þessar:

  • Skattframtöl úr Reykjavík fram til 1981 eru varðveitt á Borgarskjalasafni Reykjavíkur

  • Skattframtöl frá Suðurlandi eftir 1960

  • Skattframtöl frá Vestfjörðum eftir 1984

Fyrirspurn um skattframtal