Æviferill
Þjóðskjalasafn varðveitir ýmsar heimildir varðandi búsetu og æviferil íslensku þjóðarinnar. Að skoða eigin fjölskyldusögu getur bæði verið gefandi og upplýsandi. Gott er að byrja á að skoða nokkrar lykilheimildir:
aðalmanntöl
sóknarmannatöl
íbúaskrár
prestþjónustubækur
Síðan er hægt að kafa dýpra með því að skoða fermingaskýrslur, vesturfaraskrár og manntalsgjaldabækur, sem og leitarbæra vefgagnagrunna yfir dánarbú og dómabækur.
Allar þessar heimildir geta verið góður byrjunarpunktur í upplýsingaleit um einstaklingsögu og/eða fjölskyldusögu og eru aðgengilegar á miðlunarvef Þjóðskjalasafns hér:
Þjónustuaðili
Þjóðskjalasafn Íslands