Dánarbú, umboð og seta í óskiptu búi
Seta í óskiptu búi
Ef einstaklingur var í hjúskap þegar hann lést getur eftirlifandi maki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Í stuttu máli felur leyfið í sér að eftirlifandi maki ræður einn yfir eignum sínum og hins látna. Hann þarf ekki að fá leyfi eða samþykki annarra erfingja til þess að ráðstafa eignum. Viðkomandi tekur jafnframt sjálfkrafa á sig ábyrgð á öllum skuldum hins látna.
Veita samþykki fyrir setu í óskiptu búi
Heimilt er fyrir hjón, þess sem lengur lifir, að sitja í óskiptu búi með ófjárráða niðjum látins maka síns.
Umboð vegna dánarbús
Nauðsynlegt er að umboðið sé undirritað af öllum erfingjum og vottað af tveimur aðilum.