Fara beint í efnið

Dánarbú

Í dánarbúum kemur fram eignarhald við andlát. Dánarbú geta verið tekin fyrir sem opinber skipti eða einkaskipti þar sem fyllt er út erfðafjárskýrsla. Dánarbú eru oftast afgreidd af því sýslumannsembætti sem lögheimili hins látna heyrði undir.

Til þess að finna gögn um dánarbú þarf að vita nafn hins látna, fæðingardag og dánardag. Einnig í hvaða sveitarfélagi viðkomandi átti síðast lögheimili. Þá skiptir máli hvort eftirlifandi maki sat í óskiptu búi og hvort um opinber skipti eða einkaskipti var um að ræða.

Ef dánarbúið var ekki gert upp fljótlega eftir andlátið þá þarf að vita hvenær það var gert eða hafa málsnúmer ef slíkt er til staðar.

Ef leitað er upplýsinga um fyrirframgreiddan arf þurfa að liggja fyrir upplýsingar um hvenær hann var greiddur út.

Þessi gögn eru háð aðgangstakmörkunum, sjá nánar hér um reglur um aðgang að gögnum.

Hægt er að leita að upplýsingum um dánarbú frá 18. og 19. öld í gagnagrunni Þjóðskjalasafns:

Fyrirspurn vegna dánarbús