Fara beint í efnið

Barnaverndargögn

Barnaverndarnefndir eru á forræði sveitarfélaga og eru nefndirnar afhendingarskyldar á viðkomandi héraðsskjalasafn. Þjóðskjalasafn varðveitir skjöl frá Barnaverndarráði Íslands og Barnaverndarstofu en það voru stofnanir sem áður höfðu eftirlit og yfirumsjón með barnaverndarstarfi á Íslandi.

Þegar óskað er eftir gögnum sem tengjast afskiptum barnaverndaryfirvalda þarf að tiltaka nöfn og fæðingardaga eða kennitölur málsaðila, það er barns og foreldra eða forráðamanna, eins nákvæma tímasetningu og hægt er og í hvaða sveitarfélagi afskipti yfirvalda áttu sér stað.

Ef um er að ræða vistun á opinberu heimili eða stofnun á vegum ríkisins þurfa að liggja fyrir upplýsingar um heiti stofnunar og tímabil dvalar.

Mörg heimili voru starfrækt á vegum barnaverndarnefnda sveitarfélaga og eru gögn þeirra hjá viðkomandi sveitarfélagi. Þetta á til að mynda við um vöggustofur á vegum Reykjavíkurborgar.

Gögn um barnaverndarmál eru háð aðgangstakmörkum, sjá nánar hér um reglur um aðgang að gögnum.

Fyrirspurn um barnaverndargögn