Fara beint í efnið

Alþjóðleg vernd, réttur og ferill umsókna

Hvernig er sótt um

Sá sem vill sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi verður að vera staddur á Íslandi, annað hvort við landamæri landsins eða innan þeirra.

Umsókn þarf að leggja fram í eigin persónu. Hún þarf ekki að vera á tilteknu formi og er nóg að umsækjandi lýsi ósk sinni munnlega.

Hægt er að sækja um vernd hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins.

Einstaklingar sem þegar eru komnir til landsins geta sótt um vernd í móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd að Egilsgötu 3 í Reykjavík. Þar er opið á dagvinnutíma.

Einstaklingar sem staddir eru utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um vernd á næstu lögreglustöð.

Umsóknir um alþjóðlega vernd sem eru sendar til Íslands frá einstaklingum sem eru staddir erlendis eru ekki teknar til meðferðar.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun