Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvað þarf ég að gera til þess að fá vinnuvélaréttindi?

Þú þarft að hafa vinnuvélaréttindi til að stjórna vinnuvélum á Íslandi.

Til þess að fá vinnuvélaréttindi þarftu að;

  • hafa náð 17 ára aldri,

  • hafa gilt ökuskírteini á bifreið,

  • hafa lokið tilskyldu námi og þjálfun,

  • standast verklegt próf á vegum Vinnueftirlitsins

Byrjað er á því að taka bóklegt námskeið, síðan fer fram þjálfun undir handleiðslu aðila með kennsluréttindi. Þegar viðkomandi aðili hefur staðfest að þú sért tilbúinn í verklega prófið þarf að skrá í það hér.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?