Vinnueftirlitið: Vinnuvélaréttindi
Má nota erlend vinnuvélaréttindi á Íslandi?
Erlend vinnuvélaréttindi eru ekki gild á Íslandi nema þau hafi verið metin og viðurkennd af Vinnueftirlitinu.
Ef þú ert með útgefin vinnuvélaréttindi frá öðru aðildarríki EES getur þú sótt umað fá réttindi þín viðurkennd hjá Vinnueftirlitinu. Þetta er í samræmi við lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi. Sótt er um rafrænt inn á island.is.
Vinnuveitendur geta einnig sótt um mat á erlendum réttindum fyrir starfsfólk sitt.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?