Í reglugerð um vinnu barna og unglinga eru tilgreind störf og aðstæður sem hvorki hæfa aldri þeirra né þroska.
Vélknúin, loftknúin eða vökvaknúin tæki
Hraðgengar vélar með beittum hlutum svo sem: bandsagir, hjólsagir bæði fyrir tré og járn, fræsarar, heflar, brýnsluvélar og bútsagir. Einnig stingsagir, klippur og borvélar sem taka yfir 13 millimetra bor.
Höggvélar eða vélar með hreyfingu fram og til baka og pressur svo sem: stansar, spónlímingarpressur, kantlímingarpressur og aðrar loft- eða vökvaknúnar pressur. Eins ýmis konar plaststeypuvélar, formsteypuvélar, hellusteypuvélar, plastsprautuvélar, sorppressur og fatapressur.
Vélar með opna valsa og snigla
Grjótmulningsvélar, stórar hakkavélar og stórar skilvindur
Keðjusagir, kjarrsagir og trjáklippur
Nagla- og heftibyssur með þyngd heftis eða nagla yfir 0,3 grömmum
Háþrýstitæki til hreingerninga, málningarhreinsunar, ryðhreinsunar og þess háttar sem starfa með þrýsting yfir 70 bör
Sláttuvélar, jarðtætarar og snjóblásarar
Stjórn dráttarvéla og vélknúinna tækja
Ungmennum er óheimilt að stjórna vinnuvélum nema þau hafi tekið próf til að stjórna slíkum vélum.
Ungmennum er einnig almennt bannað að stjórna dráttarvélum. Undantekning er gerð fyrir unglinga 15 ára og eldri utan vega ef þeir vinna í fjölskyldufyrirtæki (til dæmis á bændabýli), og á hún einungis við ef dráttarvélin er ekki tengd öðru tæki með drifskafti.
Unglingar 16 og 17 ára mega aka dráttarvél með tengibúnaði en án drifskafts á vegum og utan vega ef þeir hafa ökuréttindi eða sérstök réttindi frá Samgöngustofu til að aka dráttarvél.
Stjórn véldrifinna lyftitækja og færibanda
Lyftur aðrar en fólkslyftur, kranar, pallalyftur, vinnulyftur, hengiverkpallar og vindur.
Vinna með handverkfæri sem titra (víbra) og hafa styrk sveiflunnar yfir 130 dB
Til dæmis högghamrar, steypuvíbratorar og þess háttar vélar.
Vinna við eftirlit, viðhald og viðgerðir véla og tækja
Smurning, hreinsun, viðgerðir og önnur vinna við hreyfla, vélar og tæki sem eru í gangi þar sem hreyfanlegir hlutir eru aðgengilegir og geta valdið slysi.
Vinna með handverkfæri sem titra og hafa styrk sveiflunnar yfir 130 dB
Til dæmis högghamrar, steypuvíbratorar og þess háttar vélar.
Hætta á háspennuraflosti
Vinna nærri háspennuvirkjum eða línum sem hefur í för með sér hættu á rafmagnslosti
Suða og brennsla
Ljósbogasuða, logsuða og logskurður
Óheimilt er að ráða ungmenni í störf þarf sem:
Handleika þarf þungar byrðar sem til lengri eða skemmri tíma litið geta skaðað heilbrigði þeirra og þroska. Forðast skal ónauðsynlega líkamsáreynslu ungmenna við störf, svo og rangar vinnustellingar eða hreyfingar. Forðast skal að láta ungmenni lyfta þyngri byrði en 12 kílóum. Ef aðstæður eru slæmar með tilliti til líkamsbeitingar getur það leitt til þess að hámarksþyngd verði lægri, samanber viðauka I og II í reglum um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar
Ef vinnuaðstæður eru mjög góðar má gera undantekningar frá hámarksþyngd. Ekki má láta ungmenni lyfta þyngri byrði en 25 kílóum.
Líkamlegum eða andlegum þroska ungmenna getur verið hætta búin svo sem vegna ofbeldis eða annarrar sérstakrar hættu, nema þau starfi með fullorðnum. Þetta á til dæmis við um störf í söluturnum, söluskálum, skyndibitastöðum, bensínstöðvum og sambærilegum stöðum þar sem verslun fer fram.
Aðstæður hæfa ekki líkamlegu eða andlegu atgervi þeirra
Dæmi um slík störf eru einstaklingsbundin ákvæðisvinna þar sem vélbúnaður ákvarðar vinnuhraðann og vinna í sláturhúsum við aflífun dýra.
Hætta er á varanlegu heilsutjóni, til dæmis vegna:
skaðlegrar geislunar, svo sem jónandi geislunar
súrefnisskorts
hás loftþrýstings, svo sem í háþrýstiklefum eða við köfun
meðhöndlun búnaðar til framleiðslu, geymslu eða notkunar á þjöppuðum, fljótandi eða uppleystum lofttegundum
óvenjulegra umhverfisaðstæðna, svo sem mikils kulda, hita, hávaða eða titrings
framleiðslu og meðhöndlun sprengiefna, til dæmis skotelda
tanka, keralda, geyma og flaskna sem innihalda efnafræðilega skaðvalda
Slysahætta er fyrir hendi og gera má ráð fyrir að börn og unglingar geti átt í erfiðleikum með að átta sig á eða forðast vegna andvaraleysis eða skorts á reynslu eða þjálfun. Dæmi eru störf sem fela í sér hættu á háspennustraumi, unnið er með villtum eða hættulegum dýrum eða hætta er á hruni eða að bakkar eða annað samsvarandi falli saman.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið