Fara beint í efnið

Atvinnurekendur bera ábyrgð á að skapa ungmennum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og gæta þess að verkefnin sem þeim eru falin hæfi aldri þeirra og þroska.

Almennt er miðað við að ungmenni megi ekki vinna störf sem eru þeim líkamlega og andlega ofviða eða þar sem hætta er á að vinnan geti valdið þeim heilsutjóni.

Ungmennin þurfa einnig sjálf að öðlast þekkingu á áhættuþáttum í vinnuumhverfi sem geta ógnað öryggi þeirra og heilsu og því þarf að veita þeim viðeigandi stuðning og fræðslu.

Ungu fólki er hættara við að lenda í vinnuslysum og óhöppum en hinum eldri enda oft reynslulítil og þarfnast frekari þjálfunar. Mikilvægt er að ungmenni þekki hvað einkennir góðan vinnustað þar sem stuðlað er að öryggi, heilsu og vellíðan allra aldurshópa.

Þróa þarf öryggisvitund þeirra þegar frá unga aldri þannig að þau hafi bæði þekkingu og hugrekki til að bregðast við sé ekki hugað nægilega að öryggi og heilsu þeirra og annarra á vinnustað.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið