Fara beint í efnið

Með nýjum lögum sem taka gildi 1. janúar næstkomandi verður Vinnueftirlitinu heimilt að leggja stjórnvaldssektir á atvinnurekanda þegar ítrekað er brotið gegn vinnuverndarlögunum. 

Í ákveðnum tilvikum þarf ekki að vera um að ræða ítrekuð brot heldur nægir eitt skipti. Á það til dæmis við þegar börn yngri en 13 ára eru ráðin til vinnu eða ungmenni ráðin til að vinna við hættulegar aðstæður.  

Hér má finna dæmi um ítrekuð brot sem snúa að vinnu barna og ungmenna.

Kynntu þér málið - ekki láta það henda vinnustaðinn þinn að fá stjórnvaldssekt.

 

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið