Vinna barna sem enn eru í skyldunámi er almennt bönnuð nema við þau störf sem teljast hættulaus af léttara tagi og talin upp í viðauka 4 í reglugerð um vinnu barna og unglinga.
Á starfstíma skóla
2 klukkustundir á skóladegi
12 klukkustundir á viku
Utan starfstíma skóla
Í sumarleyfum, jóla- og páskaleyfum
8 klukkustundir á dag
40 klukkustundir á viku
Starfsnám 15 ára og eldri
8 klukkustundir á dag
40 klukkustundir á viku
Vinna er bönnuð
milli klukkan 20 og 6
Hvíldartími
Hvíldartími er að lágmarki
14 klukkustundir samfellt á sólarhring
2 dagar á viku
Æskilegt er að dagarnir séu samfelldir ef unnt er og að jafnaði taka til sunnudaga.
Reglur um vinnutíma ungmenna gilda ekki um vinnu við menningar, íþrótta og auglýsingastarfsemi en þar gilda sömu reglur og fyrir fullorðna. Þó skal ávallt haga vinnutíma og vinnutilhögun þannig að skólaganga raskist ekki.
Létt fóðrun, hirðing og gæsla dýra
Létt garðyrkjustörf (þar með talið í skólagörðum undir umsjón kennara) og við uppskerustörf án véla
Hreinsun á rusli
Létt fiskvinnslustörf, til dæmis létt röðun eða flokkun án véla
Létt störf í sérverslunum og stórmörkuðum að frátalinni vinnu við greiðslukassa eða sjálfsafgreiðslukassa
Móttaka á léttum vörum, pökkun, flokkun og röðun. Létt handavinna svo sem innpökkun á léttum vörum, að fægja eða pússa
Minni háttar hreingerningar og leggja á borð. Flokkun og merking þvottar
Létt handavinna við samsetningu, þó ekki lóðning, suða og vinna með hættuleg efni
Málningarvinna og fúavörn með umhverfisvænum efnum, þó ekki sprautumálun
Létt sendisveinastörf, til dæmis með dagblöð og auglýsingar. Sala dagblaða, blað- og póstburður
Létt skrifstofustörf
Athuga ber að ofangreind upptalning er ekki tæmandi.
Börn sem eru 15 ára og eldri og í skyldunámi mega sinna ákveðnum störfum sem annars eru þeim bönnuð þegar umrædd störf eru nauðsynlegur hluti af iðn- og starfsnámi.
Það getur átt við störf við hættulega vélar, hættuleg verkefni og hættuleg efni. Vinnan fer þá fram undir ströngu eftirliti hæfra einstaklinga sem gæta ýtrasta öryggi.
Vélar og tæki
Nokkrar undantekningar gilda þegar barn hefur náð 15 ára aldri.
Börn sem eru 15 ára og eldri og starfa hjá fjölskyldufyrirtæki mega vinna við ákveðnar vélar og tæki sem annars eru bönnuð. Til fjölskyldufyrirtækja telst til dæmis fyrirtæki foreldra, ömmu og afa og systkina foreldra.
Tækin sem um ræðir eru:
dráttarvélar sem eru beintengdar vögnum eða tækjum án drifskafts
garðsláttuvélar á hjólum með haldrofa þar sem stjórnandinn gengur á eftir vélinni
garðsláttuvél með sæti fyrir stjórnandann. Vélin skal útbúin þannig að hreyfillinn stöðvast ef stjórnandinn fer úr stjórnsætinu
Störf sem eru hluti af vinnuskóla og eru unnin undir leiðsögn leiðbeinanda:
sláttur í görðum með vélknúinni handsláttuvél með haldrofa. Nota skal öryggisskó, heyrnarhlífar og andlitshlífar
sláttur með vélorfi í görðum. Nota skal öryggisskó, heyrnarhlífar og andlitshlífar
dreifing tilbúins áburðar með handafli
burður húsdýraáburðar að plöntum
aðstoð á gæsluvöllum og í skólagörðum
Dráttarvélar, sem eru beintengdar vögnum eða tækjum án drifskafts, enda sé viðkomandi með sérstök réttindi til að aka dráttarvél
Lyftarar sem ekki eru vélknúnir
Garðsláttuvélar
Bandslípivélar og heftibyssur með þyngd heftis yfir 0,3 gr
Bónvélar
Vinna með háþrýstitæki með styrk þrýstings allt að 150 bör (15 Mpa)
Flokkunarvélar og þvottavélar til dæmis fyrir kartöflur notaðar við bústörf
Stingsagir
Léttir rafmagnshögghamrar að hámarki í 30 mínútur á dag þegar styrkur sveiflunnar er yfir 130 dB
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið