Fara beint í efnið

Líkamleg heilsa

  • Hlustaðu á líkama þinn. Ef þú tekur eftir einhverjum breytingum eins og bakverkjum eða höfuðverk er gott að kanna hvort eitthvað í vinnuumhverfinu hafi áhrif á líðan þína

  • Fáðu leiðbeiningar um góða líkamsbeitingu, hvernig stóllinn eða vinnuborðið á að vera stillt eða hvernig lýsingu er hentugast að nota

  • Ef engin lyftitæki eru til staðar hafðu þá bakið beint og beygðu þig í hnjánum þegar þú lyftir. Haltu byrðinni þétt upp við þig

  • Hafa í huga að fá aðstoð frá öðrum eða nota lyftitæki ef þú þarft að bera eða færa þungar hluti á milli staða

  • Reyndu að fá nægan svefn því vel hvíldur starfsmaður hefur betri einbeitingu og minni hætta er á óhöppum og slysum

Vinnuumhverfi og samskipti

  • Berðu virðingu fyrir samstarfsfólki þínu og tileinkaðu þér jákvæð samskipti

  • Ekki hika við að leita aðstoðar hjá samstarfsfólki þínu sem er þér reyndara við að leysa verkefnin

Óhöpp og slys

  • Fáðu upplýsingar um hættur sem geta skapast á vinnustaðnum þínum. Það getur verið óheimilt fyrir þig að starfa við vissar aðstæður. Þetta getur til dæmis átt við vinnu við vélar eða meðhöndlun varasamra efna.

  • Mörg óhöpp á vinnustöðum verða vegna óreiðu. Taktu þátt í að halda röð og reglu og lagaðu til eftir þig

  • Farðu varlega með opinn eld

  • Kynntu þér staðsetningu eldslökkvitækja og hvernig á að nota þau

Vélar og tæki

  • Kynntu þér vel allar öryggisreglur og leiðbeiningar sem gilda á vinnustaðnum, og tileinkaðu þér að fara eftir þeim. Óheimilt er að láta ungmenni vinna við sumar vélar og vinnuaðstæður.

  • Notaðu þær persónuhlífar sem skylt er að nota við starf þitt

  • Fiktaðu ekki í vélum og tækjum sem þú kannt ekki á

  • Vertu viss um að þau atvinnutæki sem þú notar séu í lagi. Ef svo er ekki láttu þá yfirmann þinn, öryggistrúnaðarmann eða öryggisvörð fyrirtækisins vita.

  • Vertu með á hreinu hvar neyðarhnappur eða hnappur til að rjúfa rafstraum er á þeim tækjum sem þú þarft að nota

  • Notaðu aldrei rafmagnstæki eða framlengingarsnúrur ef einangrun snúrunnar er trosnuð eða rifin. Láttu yfirmann þinn vita ef þessir hlutir eru ekki í lagi.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið