Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna tannlækninga

Tannréttingar

Veittur er styrkur kr. 430.000 ef föst tæki eru sett á að minnsta kosti 10 fullorðinstennur í hvorum gómi en kr. 290.000 ef föst tæki eru aðeins sett í annan góminn. Skilyrði er að þjónustan sé veitt af sérfræðingi í tannréttingum og réttingin sé gerð með  föstum tækjum (spöngum). Eins er skilyrði að meðferð með föstum tækjum hefjist fyrir 21 árs aldur og að viðkomandi hafi ekki áður fengið styrk vegna tannréttinga. 

Styrkir eru greiddir til tannréttingasérfræðings jafn óðum og kostnaður fellur til uns styrkupphæðin er að fullu greidd.

Tannlæknar senda umsóknir rafrænt til Sjúkratrygginga í umboði skjólstæðinga sinna.


Ferðakostnaður vegna tannréttinga

Heimilt er að taka þátt í tveimur ferðum á tólf mánaða tímabili vegna ferða sem farnar eru fyrir 31.12.2023 en þrjár ferðir á almanaksári vegna ferða frá 01.01.2024. Ef ferð hefur verið nýtt vegna meðferðar hjá öðrum aðilum innan heilbrigðiskerfisins á tímabilinu skerðir það réttindi til ferða vegna tannréttingameðferðarinnar. Ferðakostnaður er aldrei endurgreiddur að fullu, það er sjúklingshluti í hverri ferð, sjá  reglugerð 1140/2019.

Skilyrði er að viðkomandi njóti styrks vegna tannréttinga. Heimilt er að taka þátt í ítrekuðum ferðum vegna alvarlegustu tilvikanna.

Sækja þarf um fyrirfram bæði vegna tannréttingameðferðarinnar og vegna ferðakostnaðar.   Sérfræðingur í tannréttingum sendir umsóknir til Sjúkratrygginga.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar