Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Tannlækningar erlendis

Lífeyrisþegar og börn geta sótt sér tannlæknaþjónustu til annara landa innan EES, Bretlands og Sviss og sótt í kjölfarið um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í tannlæknareikningunum.

Í vissum tilfellum þarf að liggja fyrir fram samþykkt umsókn áður en meðferð er veitt.

Aðrir sjúkratryggðir einstaklingar eiga ekki rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga varðandi tannlækningar nema vandinn sé mjög alvarlegur og afleiðing fæðingargalla, sjúkdóms eða slyss en í þeim tilvikum þarf að sækja um fyrir fram samþykki til Sjúkratrygginga.

Skilyrði greiðsluþátttöku er að heilbrigðisþjónustan sé samsvarandi þeirri sem er í boði á Íslandi.

Sjúkratryggingar greiða 75% af almennum tannlækningum lífeyrisþega miðað við gjaldskráa verð á Íslandi. Það sama á við um greiðsluþátttöku í erlendum tannlæknareikningum sé meðferð sótt innan EES-landa, Bretlands eða Sviss.

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn