Héraðsskjalasöfn
Héraðsskjalasöfn eru sjálfstæð opinber skjalasöfn sem lúta faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn. Rekstur héraðsskjalasafns er á ábyrgð þess sveitarfélags (eða sveitarfélaga) sem að því stendur og safnið starfar innan marka þess.
Hlutverk Þjóðskjalasafns er meðal annars að gefa út leyfi til stofnunar og reksturs héraðsskjalasafna að fengnu samþykki ráðherra og að hafa eftirlit með rekstri héraðsskjalasafna. Þá hefur Þjóðskjalasafn það hlutverk að úthluta árlegum rekstrar- og verkefnastyrkjum til héraðsskjalasafna.
Ýmislegt samstarf á sér stað milli opinberra skjalasafna og funda þau árlega um sameiginleg málefni.
Héraðsskjalasöfn á Íslandi:
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Héraðsskjalasafn Akraness
Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu
Héraðsskjalasafn Árnesinga
Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar
Héraðsskjalasafn Dalasýslu
Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar
Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar
Héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga
Héraðsskjalasafn Svarfdæla
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja
Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu
Héraðsskjalasafn Þingeyinga
Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Héraðsskjalasafnið Ísafirði
Upplýsingar og eyðublöð vegna verkefnastyrkja til héraðsskjalasafna:
Reglur um úthlutun styrkja til skönnunar og miðlunar (PDF, 109 KB).
Almennir skilmálar fyrir verkefnastyrk (PDF, 111 KB).
Umsóknareyðublað vegna styrks til skönnunar og miðlunar (Word, 109 KB).
Eyðublað fyrir lokaskýrslu um skönnunarverkefni (Word, 49 KB).
Upplýsingar um tilfærslu verkefna og safnkosts Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Héraðsskjalasafns Kópavogs til Þjóðskjalasafns má sjá hér:
Tilfærsla á verkefnum og safnkosti Borgarskjalasafns Reykjavíkur til Þjóðskjalasafns Íslands
Tilfærsla á verkefnum og safnkosti Héraðsskjalasafns Kópavogs til Þjóðskjalasafns Íslands