Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Útgáfa

Í Þjóðskjalasafni er unnið að útgáfu á sviði skjalfræði, skjalastjórnunar og rannsókna. Um langt skeið hefur verið staðið að útgáfu handbóka og fræðirita um skjöl og einstaka heimildaflokka. Þá voru skjalaskrár áður gefnar út á pappír, en þær má nú finna rafrænar á vefnum skjalaskrar.skjalasafn.is.

Þjóðskjalasafn tekur þátt í gagnmerkri rannsóknarútgáfu í samstarfi við Alþingi og Sögufélag á skjölum Yfirréttarins á Íslandi 1563–1800.

Til skjalanna - hlaðvarp Þjóðskjalasafns

Þjóðskjalasafn gefur út hlaðvarpsþættina Til skjalanna. Í þáttunum er meðal annars fjallað um sögulega viðburði, starfsemi safnsins og safnkost.

Heimild mánaðarins

Heimild mánaðarins er greinaflokkur sem hefur verið birtur á vef Þjóðskjalasafns frá árinu 2012. Þar varpar starfsfólk Þjóðskjalasafns ljósi á einstakar heimildir bæði til gagns og gamans. Heimild mánaðarins er aðgengileg á miðlunarvef safnsins, heimildir.is.

Orðabelgur - sögulegt hug­taka­safn Þjóð­skjala­safns

Orðabelgur er safn sögulegra hug­taka­ og orðskýringa sem Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur og gestafræðimaður hjá Þjóðskjalasafni hefur tekið saman á löngum ferli sínum sem skjalavörður á safninu. Stöðugt er bætt við Orðabelg.

Arkir - fréttabréf Þjóðskjalasafns

Rafræna fréttabréfið Arkir kemur alla jafna út mánaðarlega með fréttum af safnkosti Þjóðskjalasafns, ekki síst um miðlun og aðgengi að honum.

Skjalafréttir - af skjalavörslu og skjalastjórn

Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns um skjalavörslu og skjalastjórn hjá afhendingarskyldum aðilum.