Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Rannsóknir

Rannsóknir og fræðsla um safnkostinn eru mikilvægur þáttur í starfsemi Þjóðskjalasafns en hvort tveggja stuðlar að bættu aðgengi að gögnum safnsins. Hjá stofnuninni starfa sérfræðingar við rannsóknir á frumheimildum, gerð fræðsluerinda og fyrirlestra, útgáfu og miðlun.

Auk öflugrar útgáfu frumheimilda og rannsókna eiga sérfræðingar Þjóðskjalasafns í samstarfi við innlenda og erlenda aðila og vinna ötullega að fræðslu fyrir fagfólk og almenning. Allt að því markmiði að gera safnkostinn aðgengilegan en um leið eiga í virkum tengslum við samfélagið um mikilvægi skjalavörslu, skjalastjórnunar, rannsókna og miðlunar.

Þjóðlendurannsóknir

Í Þjóðskjalasafni fer fram kerfisbundin öflun frumgagna vegna málsmeðferðar óbyggðanefndar um þjóðlendumál. Sérfræðingar leita gagna sem varpa ljósi á afmörkun, eignarhald og önnur réttindi tiltekinna jarða. Gögn eru mynduð og skrifuð upp stafrétt fyrir framlagningu í málum óbyggðanefndar. 

Yfirrétturinn á Íslandi 1573–1800

Yfirrétturinn á Íslandi var æðsta dómstig innanlands frá 1563 til 1800. Útgáfa á skjölum Yfirréttarins á Íslandi er styrkt af Alþingi og unnin í samstarfi við Sögufélag. Ritstjórar eru Gísli Baldur Róbertsson, Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. 

Orðabelgur

Orðabelgur er sögulegt hugtakasafn Þjóðskjalasafns Íslands sem geymir safn hugtaka, orða, skammstafana og tákna. Vefurinn var opnaður í maí 2020 en Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur hefur unnið að samantekt á merkingum tákna og skammstafana í ýmsum skjölum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni. Stöðugt er bætt við nýju efni í Orðabelg.

Embætti Íslands frá siðaskiptum

Í Þjóðskjalasafni er unnið að rannsóknarverkefni sem felst í því að skoða heimildir og skjöl helstu embætta Íslands frá siðaskiptum út frá skjalfræðilegum reglum, það er upprunareglu. Einnig er embættisfærsla hvers embættismanns skoðuð og lagðar línur um nýskráningu þessara safna. Lesa má meira um verkefnið og nálgast útgefnar skýrslur hér.