Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Heimsókn

Almenn afgreiðsla og lestrarsalur

Almenn afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns er á Laugavegi 162, fyrstu hæð. Gengið er inn frá Laugavegi. Á lestrarsal koma þeir sem vilja fá að skoða skjöl sem varðveitt eru á safninu.

Afgreiðsla skjala á lestrarsal

Til þess að skoða skjöl á lestrarsal skal senda skriflega beiðni og tilgreina skjölin samkvæmt skrám safnsins eða leiðbeiningum skjalavarðar. Gögn eru aðgengileg næsta virka dag eða eftir nánara samkomulagi. Ef um er að ræða mikið af gögnum geta orðið tafir á afhendingu og pöntunin gæti jafnvel verið afgreidd í nokkrum skömmtum. Hentugast er að senda beiðni með tölvupósti á netfangið upplysingar@skjalasafn.is.

Kynningar

Nemendahópar og aðrir hópar geta bókað kynningar og heimsóknir í Þjóðskjalasafn Íslands. Boðið er upp á almenna kynningu á starfseminni þar sem sýnt er úrval skjala sem varðveitt er í safninu. Einnig er hægt að óska eftir nákvæmari kynningu fyrir starfshópa, starfsmannafélög eða nemendur.

Þeir sem óska eftir kynningu á starfsemi eða safnkosti Þjóðskjalasafns eða vilja fræðast nánar um heimsóknir er bent á að hafa samband í síma 590 3300 eða á netfangið upplysingar@skjalasafn.is.