Risastórar smásögur, sem innihalda sögur eftir 26 börn á aldrinum 6 – 12 ára, eru nú komnar út í sjöunda skiptið hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Útgáfa Risastórra smásagna er hluti af samstarfsverkefninu Sögur sem hélt verðlaunahátíð sína í beinni útsendingu á RÚV síðastliðinn laugardag.