Náttúrugreinakennarar á unglingastigi óskast í starfshóp
17. september 2025
Nú stendur til að endurskoða námsefni á unglingastigi og þess vegna auglýsum við eftir náttúrugreinakennurum á því stigi í starfshóp. Hlutverk starfshópsins verður að meta stöðu námsefnis á unglingastigi og leggja fram tillögur að næstu skrefum í námsefnisgerð í samvinnu við ritstjóra og ytri sérfræðinga.

Nú stendur til að endurskoða námsefni á unglingastigi og þess vegna auglýsum við eftir náttúrugreinakennurum á því stigi í starfshóp. Hlutverk starfshópsins verður að meta stöðu námsefnis á unglingastigi og leggja fram tillögur að næstu skrefum í námsefnisgerð í samvinnu við ritstjóra og ytri sérfræðinga.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi kennt náttúrugreinar á unglingastigi og hafi skýra sýn á því hvert beri að stefna til framtíðar þegar kemur að námsefnisgerð.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn taki til starfa í byrjun október 2025 og skili af sér tillögum í nóvember 2025. Starfshópurinn er án staðsetningar og bæði hægt að mæta á fundi á staðinn og í gegnum fjarfundarbúnað.
Umsóknarfrestur er til 26. september næstkomandi. Umsóknir, ásamt stuttu kynningarbréfi, skulu berast á netfangið skjalasafn@midstodmenntunar.is merkt starfshópur í náttúrugreinum, unglingastig og nafni umsækjanda.
Nánari upplýsingar gefur Andri Már Sigurðsson: andri@midstodmenntunar.is