Færni og heilsumat
Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
Um er að ræða staðlað mat ásamt
skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu
svæðisskrifstofu málefna fatlaðra
læknabréf frá heimilislækni viðkomandi eftir því sem við á
Einnig er gert færni- og heilsumat fyrir tímabundna hvíldardvöl á hjúkrunarheimili. Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en 4-6 vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni- og heilsumat eða hvíldardvöl þar til niðurstaða liggur fyrir og er hún tilkynnt skriflega.
Umsóknina skal senda til færni- og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi þar sem viðkomandi á lögheimili.
Nálgast má umsóknareyðublað um færnis- og heilsumat á vef Ísland.is