Fara beint í efnið

Lyfjaendurnýjanir

Hægt er að endurnýja föst lyf

  • rafrænt í gegnum Heilsuveru  

  • í símatímum á heilsugæslustöðvum HSN.


Athugið eftirfarandi: 

  • Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um FÖST lyf.

  • Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit a.m.k. árlega, til lyfjayfirferðar.

  • Mikilvægt er fyrir skjólstæðinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð með góðum fyrirvara eða a.m.k. viku áður en síðasti skammtur er búinn. 

  • Vinsamlegast athugið að læknar gefa sér 3 virka daga frá því að lyfjaendurnýjun er móttekin og þar til hún er afgreidd.


Eftirritunarskyld lyf

  • Sterk verkjalyf og önnur eftirritunarskyld lyf má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu. Koma þarf í eftirlit að minnsta kosti 1 x í mánuði vegna þessa. Markmiðið verður að draga úr þeirri lyfjanotkun eins og hægt er.

  • Róandi- eða svefnlyf, má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og mest þrisvar sinnum. Eftir það er nauðsynlegt að koma á stofu til læknis ef þörf er á áframhaldandi meðferð.