Fara beint í efnið

Heilsueflandi móttaka/þjónusta

Heilsueflandi móttaka/þjónusta er fyrir einstaklinga með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda t.d. offitu og sykursýki.

  • Markmið með móttökunum er að hjálpa skjólstæðingum að nota styrkleika sína til að ná betri heilsu.   

  • Þar hafa skjólstæðingar aðgang að hjúkrunarfræðingi, lækni, sálfræðingi, næringarráðgjafa og hreyfistjóra, sem vinna saman í teymi.  

  • Unnið er samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá Landlækni um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu og leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu um sykursýkismóttöku.

Nálgun er annars vegar samkvæmt hugmyndum um heilsueflingu þar sem skjólstæðingum er hjálpað t.d. með að nýta hæfileikana til að bregðast við og nýta eigin styrkleika til að takast á við félagslegar, líkamlegar og andlegar áskoranir. Hins vegar heildræn nálgun sem felur í sér að lita á einstakling sem eina heild, líkama og sál. Heildræn meðferð skoðar þannig heildina en ekki einungis einn hluta t.d. offitu og hvernig hægt er að laga það án þess að vita af hverju offitan er til staðar. Því er mikilvægt að þekkja undirliggjandi orsakir sem geta valdið offitu og meðhöndla þær.

  • Fyrir nánari upplýsingar og tímapöntun er best að hafa samband við heilsugæslustöð í heimabyggð.