Krabbameinsskimun í leghálsi
Skimun fyrir krabbameini í leghálsi fer fram hjá heilsugæslunni. Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er forvörn sem býðst einkennalausum konum. Konum með einkenni frá kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis.
Þær konur sem fá boðsbréf í skimun geta bókað tíma í Heilsuveru.
Konur geta séð skimunarsögu sína á island.is og á heilsuvera.is undir sjúkraskrá - skimunarsaga ef þær muna ekki hvenær þær komu síðast. Þar sést líka hvenær boðsbréf eru send.