Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Ný þjónustukönnun HSN – fyrir betri þjónustu

Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) leggjum við ríka áherslu á að bæta og þróa þjónustuna sem við veitum. Til þess að ná því markmiði fer af stað þjónustukönnun á næstu dögum. Markmið hennar er að kanna upplifun fólks sem leitar til okkar eftir heilbrigðisþjónustu og greina hvaða þættir þarfnast úrbóta.

Hvernig fer könnunin fram?
Þau sem eiga bókaðan tíma hjá HSN fá eins og áður áminningu í símann. Eftir heimsóknina berast svo ný skilaboð með tengli á þjónustukönnunina. Þar gefst fólki kostur á að veita álit sitt á þjónustunni sem það fékk.

Hér fyrir neðan eru QR kóðar sem hægt er að skanna til að taka þátt í könnuninni.

Um hvað er spurt?
Í könnuninni er meðal annars spurt hvernig fólki líkaði þjónustan, hvernig viðmót starfsfólks var og hversu gagnlegar og áreiðanlegar upplýsingarnar voru sem veittar voru. Svörin eru ekki persónugreinanleg og ekki verður hægt að rekja þau til einstaklinga.

Hvers vegna er könnunin mikilvæg?
Niðurstöðurnar munu hjálpa okkur að greina þjónustu á hverri starfsstöð sem og hjá HSN í heild. Könnunin verður í gangi um nokkurn tíma, en þannig getum við fylgst með þróun og brugðist við ef ábendingar gefa tilefni til umbóta.

Við hvetjum öll þau sem fá könnunina senda að taka þátt. Skoðun ykkar skiptir miklu máli og öll svör munu nýtast okkur til að efla þjónustuna – svo við getum ávallt veitt eins góða heilbrigðisþjónustu og kostur er.