Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum HSN í október.
Nauðsynlegt er að bóka bólusetningu á heilsugæslustöðvum. Hægt er að bóka:
Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við inflúensu:
Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
Öll börn fædd 1.1.2021-30.6.2025, sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusett er.
Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.
Barnshafandi konur.
Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu samanber frétt 2023.
Bólusetning við inflúensu er fólki í forgangshópum að kostnaðarlausu.
Nánar um bólusetningar gegn inflúensu hjá Embætti landlæknis
Bólusetningar gegn Inflúensu
Bóluetningar gegn inflúensu verða í boði á heilsugæslustöðinni á Sunnuhlíð 12.
Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 12:40-13:40
Þriðjudaginn 25. nóvember kl. 12:40-13:40
Þriðjudaginn 2. desember kl. 12:40-13:40
Hægt er að bóka bólusetningu:.
Heilsugæslan á Akureyri býður upp á bólusetningar gegn inflúensu fyrir öll börn fædd 1.1.2021 - 30.6.2025 sem náð hafa 6 mánaða aldri.
Vinsamlegast pantið tíma í síma 432 4600.
Einnig er í boði að fá bólusetningu í hefðbundnum skoðunum í ungbarnavernd.
Boðið verður upp á bólusetningu við inflúensu á HSN Blönduósi:
Bólusetningar við inflúensu fyrir almenning:
Hægt er að bóka tíma í síma 432 4100
Bólusetning gegn Inflúensu fyrir forgangshópa á heilsugæslustöð HSN á Dalvík.
Tímabókanir í síma 432 4400
Bólusetningar gegn inflúensu fyrir forgangshópa í Fjallabyggð.
Upplýsingar í síma 432 4300 (Siglufjörður) og 432 4350 (Ólafsfjörður).
Bólusetningar gegn inflúensu fyrir á HSN Húsavík
Vinsamlegast pantið tíma í síma 432-4800
Bólusetningar verða einnig á öðrum heilsugæslustöðvum á starfssvæði HSN í Þingeyjarsýslu og nánari upplýsingar hægt að fá á þeim starfsstöðvum.
Bólusetningar við inflúensu fyrir 60 ára og eldri og áhættuhópa á heilsugæslu HSN á Sauðárkróki.
Ekki þarf að bóka tíma í bólusetningu á Sauðárkróki
Bólusetningar gegn inflúensu fyrir forgangshópa í Norður Þingeyjarsýslu.
Upplýsingar í síma:
Kópasker: 432 4940
Raufarhöfn: 432 4920
Þórshöfn: 432 4900
Bólusetningar gegn inflúensu fyrir áhættuhópa.