Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hækkaði í öllum flokkum á milli ára í Stofnun ársins, en könnunin metur stjórnun, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt, og jafnrétti.