Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

HSN í hnotskurn

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) þjónustar víðfeðmt svæði allt frá Blönduósi til Þórshafnar. Meginstarfsstöðvarnar eru á Akureyri, Blönduósi, Dalvíkur- og Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkróki. Í heild eru starfsstöðvar 17 talsins.

HSN veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu, þar á meðal heilsugæsluþjónustu, sálfélagslega þjónustu og geðheilsuteymi, sjúkrahússþjónustu og öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma. Um 720 starfsmenn vinna saman að mikilvægu samfélagslegu hlutverki hjá HSN. 

Í myndböndunum hér á síðunni kynnir starfsfólk HSN vinnustaðinn og þjónustuna. Þar má einnig sjá hvernig HSN hefur innleitt heilsueflandi vinnustað og myndband um teymisvinnu á Akureyri, nýtt fyrirkomulag með það að markmiði að stytta biðtíma og auka starfsánægju.


HSN á Sauðárkróki: Fagmennska, samvinna og virðing í fyrirrúmi


HSN í Þingeyjarsýslum: Þar sem þjónusta og gott starfsumhverfi koma saman


HSN á Blönduósi: Fjölbreytt starfsemi og hlýtt starfsumhverfi


HSN í Dalvíkur- og Fjallabyggð eru að sameinast! Aukin tækifæri fyrir betri þjónustu til framtíðar