Fara beint í efnið

Sálfélagsleg þjónusta

Sálfræðingar starfa á öllum megin starfsstöðvum HSN og sinna meðferð barna, ungmenna, fjölskyldna þeirra og fullorðinna 18 ára og eldri. 

Sérstök áhersla er lögð á þjónustu við börn og barnafjölskyldur, barnshafandi konur og foreldra ungbarna.  

Sálfræðingar hafa samvinnu við m.a. skóla og félagsþjónustur. 

Til að komast til sálfræðings þarf tilvísun frá lækni. Þó geta ljósmæður í mæðravernd, hjúkrunarfræðingar í ungbarnaeftirliti, skólahjúkrunarfræðingar og skólasálfræðingar í vissum tilvikum einnig sent tilvísun til sálfræðings. 

Greitt er eins og fyrir önnur viðtöl á heilsugæslu (frítt fyrir börn, öryrkja og eldri borgara). 

Frekari upplýsingar um heilsu og líðan á vef Heilsuveru.is

Sjá kynningarmyndband um sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá HSN