Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Sálfélagsleg þjónusta

Sálfélagsleg þjónusta HSN sinnir meðferð barna, ungmenna, fjölskyldna þeirra ásamt því að sinna fullorðnum 18 ára og eldri. Sérstök áhersla er lögð á þjónustu við börn og barnafjölskyldur, barnshafandi konur og foreldra ungbarna. Öll sálfélagsleg þjónusta er veitt bæði sem staðmeðferð og fjarmeðferð.

Sálfélagsleg þjónusta HSN skiptist á eftirfarandi hátt:

  • Sálfélagsleg þjónusta við börn

    • Sálfræðiþjónusta barna

    • Geðheilsuteymi barna

  • Sálfélagsleg þjónusta við fullorðna

    • Sálfræðiþjónusta fullorðinna

    • Geðheilsuteymi fullorðinna

Innan sálfélagslegu þjónustu HSN starfa sálfræðingar, geðlæknir, heimilislæknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi/fjölskyldumeðferðarfræðingur og heilbrigðisgagnafræðingur.

Eftir þörf á sálfélagslega þjónustan í samstarfi við aðrar stofnanir og þjónustu.

Hvernig er hægt að panta tíma/viðtal?

Beiðni um meðferð þarf að berast frá fagfólki í heilbrigðis- eða velferðarþjónustu með lýsingu á vanda þar sem fram kemur grunur um geðgreiningu.

Kostnaður:

Greitt er sama gjald fyrir mats- og meðferðarviðtöl og fyrir önnur viðtöl á heilsugæslu, 500 kr. (frítt fyrir börn, öryrkja og eldri borgara). Þjónusta í geðheilsuteymi er skjólstæðingum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar um heilsu og líðan á vef Heilsuveru.is