Fara beint í efnið

Heimahjúkrun

Markmiðið með heimahjúkrun er að gera sjúklingum kleift að búa sem lengst á eigin heimili þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða skerta færni.

Heimahjúkrun er fyrir einstaklinga á öllum aldri sem búa í heimahúsum og eru í þörf fyrir einstaklingshæfða og markvissa hjúkrun til að geta lifað sem eðlilegustu lífi. 

Heimahjúkrun sér um að veita fólki, sem vegna veikinda sinna, fötlunar eða öldrunar þarfnast aðstoðar við athafnir daglegs lífs, fjölbreytta þjónustu. Þjónustan miðar að því að styrkja og viðhalda andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklingsins og draga úr einangrun og einkennum sjúkdóma. Einnig að styðja við sjálfstæða búsetu og/eða skapa því aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir skerðingu á færni.

Þjónustan er tímabundin og veitt á meðan þörf er á faglegri hjúkrunarþjónustu. Þjónustan er að mestu veitt á dagvinnutíma virka daga en einnig á öðrum tímum þar sem þörfin er brýn.

Í heimahjúkrun starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, iðjuþjálfar, félagsliðar og sálfræðingur.

Sjá kynningarmyndband um heimahjúkrun