Fara beint í efnið

Fræðslu- og námsefni um næringu og mataræði fyrir fólk sem vinnur með börnum á leikskólaaldri, meðal annars:

Allar helstu upplýsingar fyrir foreldra og uppalendur má finna á vef Heilsuveru. 

Opinberar ráðleggingar um mataræði

Næring barna fyrstu aldursárin leggur grunn að matarvenjum og viðhorfum. Börn þurfa tækifæri til að borða fjölbreyttan og hollan mat til að dafna og þroskast og eins til að matarsmekkur þeirra verði fjölbreyttur. 

Börn á fyrsta aldursári

Í bæklingnum næring ungbarna eru upplýsingar um börn á fyrsta aldursári. Ítarefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk er í ráðleggingum um næringu ungbarna

Börn frá 2ja ára aldri

Ráðleggingar um mataræði eru fyrir fullorðna og börn frá 2 ára aldri og þar má finna fjölbreyttar upplýsingar og ráð er varða hollan mat. 

Í ráðleggingum er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni, að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Góðar ábendingar eru um hvernig hægt er að fylgja þeim á auðveldan hátt frá degi til dags. Það þarf ekki að vera flókið að borða hollt. 

Á vef embættisins má einnig finna upplýsingar um:

Upplýsingar fyrir leikskólaeldhús

Í bæklingnum Ráðleggingar um næringu barna - fyrir dagforeldra og starfsfólk ungbarnaleikskóla er að finna ráðleggingar um næringu barna að 2ja ára aldri fyrir dagforeldra og starfsfólk ungbarnaleikskóla en nýtist einnig foreldrum.

Í Handbók fyrir leikskólaeldhús má finna margvíslegar upplýsingar um mataræði sem á erindi við allt starfsfólk sem vinnur með börnum. Auk upplýsinga um næringu og hollráð í matargerð er líka áhersla á matarumhverfið og mikilvægi þess. Góðar matarvenjur skapast af umhverfinu og því mikilvægt að skapa rólegt og notalegt andrúmsloft þar sem nægur tími er til að nærast og njóta. 

Handbókin inniheldur til dæmis upplýsingar um:

  • Matarumhverfið 

  • Matvendni

  • Hollustu og samsetningu fæðunnar

  • Matseðla

  • Sérfæði

  • Innkaup

  • Örugg matvæli

Heilsueflandi leikskóli

Heilsueflandi leikskóli styður leikskóla í markvissu heilsueflingarstarfi. Í því felst að skapa umhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan barna og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Einn af gátlistum Heilsueflandi leikskóla fjallar sérstaklega um næringu og mataræði. Þá er hægt að lesa sér til um ADHD og mataræði sem og um börn með einhverfu og mataræði

Ráðleggingar um mataræði á leikskólum. Málþing Heilsueflandi leikskóla - myndband

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis