Fara beint í efnið

Fræðslu- og námsefni um næringu og mataræði fyrir fólk sem vinnur með börnum á aldrinum 6-12 ára, meðal annars:

Allar helstu upplýsingar fyrir foreldra og uppalendur má finna á vef Heilsuveru.  

Opinberar ráðleggingar um mataræði

Næring barna er mikilvæg og leggur grunn að góðu sambandi við mat út ævina. Það sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan núna og til framtíðar. Hollur matur er mikilvægur fyrir eðlilegan vöxt og þroska. 

Ráðleggingar um mataræði eru fyrir fullorðna og börn frá 2 ára aldri og þar má finna fjölbreyttar upplýsingar og ráð er varða hollan mat. Í ráðleggingunum er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni, að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Góðar ábendingar eru um hvernig hægt er að fylgja þeim á auðveldan hátt frá degi til dags. Það þarf ekki að vera flókið að borða hollt.

Á vef embættisins má einnig finna upplýsingar um:

Handbók fyrir grunnskólamötuneyti

Í handbók fyrir grunnskólamötuneyti má finna margvíslegar upplýsingar um mataræði sem á erindi við allt starfsfólk sem vinnur með börnum. Auk upplýsinga um næringu og hollráð í matargerð er líka áhersla á matarumhverfið og mikilvægi þess. Góðar matarvenjur skapast af umhverfinu og því mikilvægt að skapa rólegt og notalegt andrúmsloft þar sem nægur tími er til að nærast og njóta. Handbókin inniheldur til dæmis upplýsingar um:

  • Matarumhverfið 

  • Hollustu og samsetningu fæðunnar

  • Matseðla

  • Sérfæði

  • Innkaup

  • Örugg matvæli

Heilsueflandi grunnskóli

Heilsueflandi grunnskóli styður skóla í markvissu heilsueflingarstarfi. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Einn af gátlistum Heilsueflandi grunnskóla fjallar sérstaklega um næringu og mataræði.

Allir grunnskólar geta tekið þátt í Heilsueflandi grunnskóla sér að kostnaðarlausu. 

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis